Brynhildur Pálsdóttir

Brynhildur Pálsdóttir starfar sem hönnuður í Reykjavík og hefur tekið þátt eða stýrt mörgum fjölbreyttum verkefnum, t.d. Vik Prjonsdottir, hönnuðir og bændur, súkkulaðifjöll og leirpotturinn. Hönnun Brynhildar snýr sérstaklega að nærumhverfi hennar en heldur þverfaglegri nálgun í samvinnu við mismunandi fagaðila. Þess vegna eru staðbundin efni og menning aðal áhersluatriðið í verkum hennar. Brynhildur hefur haldið fyrirlestra bæði í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.


Krækjur:
porcelain.is
vikprjonsdottir.is